Thursday, November 3, 2011

Fyrsta færsla

Er ekki týpískt að skrifa þennan titil á fyrstu færsluna. Kannski ætti hann frekar að heita sagan öll. En ég held bara að ég hafi ekki orku í að setja hana inn núna, kannski mun ég hafa tíma um helgina. Aðeins bara ástæðu þess að ég ákvað að stofna þetta blogg; ég hef þjáðst af iðraólgu (eða IBS = Irritable Bowel Syndrome) síðan sumarið 2007. Þá var ég nýorðin 31ns árs. Eftir það sem ég hef lesið á netinu sýnist mér flestir greinast mun fyrr. En nú, rúmum 4 árum seinna er ég orðin langþreytt á að finna engar upplýsingar á íslensku, eða misvísandi upplýsingar og eitthvað sem ég finn að hentar mér alls ekki. Nú ætla ég að reyna að taka mig verulega á, halda matardagbók og finna út hvað hentar mér og hvað ekki. Sumt veit ég nú þegar en annað "veit" ég kannski meira. Svo kemur í ljós hversu langt ég held þetta blogg út.
Kveðja í bili, Hildur