Eftir frábæran árangur með kjúklingakæfuna ákvað ég að prófa mitt eigið marmelaði. Þar sem ég borða marmelaði ofan á brauð nánast á hverjum degi, ákvað ég að prófa að gera mitt eigið, sleppa þannig við aukaefnin. Ég var nokkuð efins fyrst þegar ég las þessa uppskrift en þetta heppnaðist ágætlega.
Appelsínumarmelaði
2 bollar vatn
2 appelsínur
200 gr sykur
Ég reif ysta lag barkarins af appelsínunum með grófu rifjárni.
Skrældi svo restina af berkinum (hvíta hlutann) af og henti.
Skar kjötið í stóra bita og sauð í vatninu ásamt berkinum af annarri appelsínunni í 30 mín.
Maukaði í matvinnsluvél (töfrasprota) þar til allt var mjúkt
Bætti restinni af berkinum við og sauð áfram í 5 mín.
Hellti sykrinum saman við og bull sauð í ca. 1-2 mín. (auk tímans sem það tók að ná upp suðu).
Hellti í krukkur og kældi
Marmelaðið er frekar þunnt og því hugsa ég að ég minnki magn af vatni í næstu umferð. En það er bragðgott og alls ekki síðra en búðarkeypt.
No comments:
Post a Comment