Undanfarna daga hef ég prófað mig aðeins áfram með nokkra hluti. Ég gerði kjúklingakæfu. Þar sem ég er að reyna að forðast rautt kjöt eins og ég get. Hún heppnaðist bara vel. Hún var nokkurn veginn svona:
Kjúklingakæfa
2-3 kjúklingalundir
ca 1/2 bolli lífrænt kjúklingasoð
1 hvítlauksgeiri
handfylli af söxuðum blaðlauk
krydd eftir smekk, ég notaði steinselju, kalkúnakrydd og smá malað kóríander (man ekki hvort það var meira).
Allt soðið í litlum potti þar til kjúklingurinn er eldaður. Týnið kjúklinginn og laukinn uppúr soðinu og maukið í matvinnsluvél þar til allt er orðið að mjúku mauki. Soðinu bætt út í þar til kæfan er mátulega þykk. Sett í krukku og kælt. Þetta bragðast eins og venjuleg kindakæfa og áferðin er svipuð grófu íslensku kindakæfunni.
No comments:
Post a Comment