Sunday, December 18, 2011

Uppskriftir

Nú er ég búin að liggja yfir uppskriftum að ýmsu, þar sem jólin nálgast óðum og þá er oft erfitt að sætta sig að geta ekki borðað eins og aðrir. Í kvöld prófaði ég uppskrift að soya vanillu ís, hér: http://www.helpforibs.com/messageboards/ubbthreads/showthreaded.php?Cat=&Board=recipe&Number=34556&page=&view=&sb=5&o=&vc=1 Uppskriftin virkar örugglega mjög vel sem vanillubúðingur líka, þá bara kælt í ísskáp, en ekki fryst. Ísinn er ennþá að taka sig en hann lofar góðu. Það er frekar ríkt vanillu bragð af honum, svo ég myndi jafnvel prófa að hafa minni vanillu næst. Ég á heldur ekki ísvél, svo að ég kældi hann bara fyrst í ísskáp í uþb. 1/2 tíma og hrærði svo í honum áður en ég flutti hann yfir í frysti. Eftir það hrærði ég einu sinni enn í honum (þegar hann var aðeins farin að frjósa í köntunum) og setti í lokað box. Nú hlakka ég bara til að prófa epla köku/pæ hér: http://www.helpforibs.com/messageboards/ubbthreads/showthreaded.php?&Board=recipe&Number=153232 þetta fær góða dóma og það er örugglega gott að setja smá kanil í deigið og kanilsykur yfir. Jummí!!
Hmmm... það virðist ekki virka að setja linka inn í pósta, en það er þá bara hægt að afrita hlekkinn og líma.

No comments:

Post a Comment